þriðjudagur, júní 27, 2006

Sorp á reki

Hm... Bíddu nú við. Sunnudagur: sundlaug og svo út að borða. Minnir mig. Mánudagur: bíltúr til Monterosso og bað innan um dömubindi, túrtappa og plástra úr "fínu" snekkjunum sem dóla fyrir utan strandlengjuna. Verð hafa hækkað um ca. 300% frá því að við vorum þarna fyrst, fyrir 6 árum. Leigðum hjólabát og Orri hélt uppteknum hætti, henti börnunum til skiptis í Miðjarðarhafið. Áður en hákarlamisskilngurinn hafði verið leiðréttur vakti tiltækið talsverða skelfingu en svo var bara stuð. Borðuðum vel og lengi á hipp og kúl veitingastað bæjarins og keyrðum svo heim á leið. Því miður var beinasta leiðin heim lokuð í tilefni dagsins svo við þurftum að taka á okkur klukkutíma aukakrók... Rennt í hlað heilu og höldnu í hæðunum klukkan korter yfir þrjú eftir að hafa drukkið tvo alvöru tvöfalda caffé á einhverju vegakaffi og sungið þríraddað öll helstu auglýsingastef Íslandssögunnar. Hver man ekki eftir "Kaye's er kosturinn..."? (Yfirþýðandinn er beðinn um að taka eftir greinamerkjasetningunni og taka hana til sín.) Dagurinn verður notaður til að þvo það sem þarf að þvo því meirihlutinn heldur heim á morgun og þá missum við aðganginn að þvottavélinni. Brjálað að gera, eins og þið sjáið...

3 Comments:

Blogger AM said...

Hvað er "Kaye's er kosturinn"? Ekki þó vörulistinn?

9:46 e.h.  
Blogger Tinna said...

Jú, maður!

"Kaye's er kosturinn!
Kaye's er fyrir mig,
Kaye's er fyrir þig,
Kaye's er fyrir ALLA!"

Ég skal syngja þetta fyrir þig við tækifæri.

11:59 e.h.  
Blogger AM said...

Það er frábært. Ég keypti einu sinni bassagítar úr vörulistanum og uppskar athlægi allra og geri enn. The gift that keeps on giving. Hann var þegar skírður Keisarinn.

12:25 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home