fimmtudagur, júní 15, 2006

Sínusar og zanzörur

Ég man ekki hvað við gerðum í dag. Eitthvað rámar mig þó í að hafa farið í búð að kaupa melónu og svo borðuðum við einhversstaðar uppi í fjöllum. Annars man ég ekki meir. Bitin eru orðin 23, and counting. Fjárfest hefur verið í öllum tegundum moskítóvarna sem til eru í héraðinu en þær láta það ekkert á sig fá. Og nei, zan zara er ekki nafn á sætabrauði, heldur ítalska heiti mo-SKÍT-óflugunnar. Djöfull sem ég nýt þess að drepa þær. Á morgun er planið að fara í búðarrölt með unglingunum. Líklega. Þ.e.a.s. ef við vöknum fyrir kvöldmat. Og þá ætla ég ekki að leggja við dómkirkjuna, heldur inni í henni. Muohohohoh!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Oh my god! Þær eru aldeilis hrifnar af þér flugurnar! Moskítóvarnirnar eru greinilega ekkert að duga! Hann Dr. Green á netinu segir að þú verðir að leggja blómakjólnum og rauð röndóttu stuttbuxunum því flugurnar eru víst alveg svaka hrifnar af litríkum fötum. Í staðin verður þú að klæðast bara drapplitu og ólífugrænu!! Og svo verður þú að sleppa ilmvatninu og blómasjampóinu!
Sjá http://www.drgreene.com/21_36.html

Vona að þetta hjálpi
Ásta

5:02 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Taktu ofnæmistöflu (Claritin eða eitthvað) það slær allavega á kláðann. Ég held það virki ekkert á flugurnar sjálfar. Eftir 100.000.000 bit í Sádí gafst ég allavega upp á moskítóvörnum og snéri mér alfarið að ofnæmistöflum.

5:59 e.h.  
Blogger Tinna said...

Drapplituð ofnæmislyf eru málið.

11:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Flugurnar sækja í vínandann - enda aldrei kynnst öðru eins á Ítalíu

11:56 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home