miðvikudagur, júní 21, 2006

Brjálað að gera

Bíddu nú við, hvar var ég. Á mánudaginn fórum við og versluðum í matinn og svo fórum við Einar á fund með Ariete. Tókst að villast en fundum staðinn á endanum og enduðum í kvöldmat hjá markaðsstjóranum og íslenskri eiginkonu hans. Áttum frábært kvöld á meðan restin af hópnum drakk dýrasta gos lífs síns á einhverjum skítatúristastað í bænum. Svona er lífið, skin og skúrir. Hm... og hvað svo... í gær fórum við í "yndislegan" vatnsrennibrautargarð við ströndina og borðunum svo skelfiskpasta á veitingastað í sjávarmálinu í kvöldmat. Annað frábært kvöld. Í kvöld kemur svo Orri til að vera í viku og unglingarnir fara heim. Hvað ættum við að gera í dag... Ég ætla að byrja á að leggja mig.

3 Comments:

Blogger Gummi said...

Hvað verður þú eiginlega lengi þarna?

10:49 f.h.  
Blogger Tinna said...

Þetta fer að klárast; 2 vikur að baki og aðrar 2 eftir. Jíhaaaa!

2:44 e.h.  
Blogger AM said...

Þetta stafar eingöngu af því að forstjóri 365 sagði við hana að maður færi ekki í sumarfrí fyrir fertugt. Hún brást við með því að fara í lengsta sumarfrí ever.

4:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home