föstudagur, júní 16, 2006

Við unglingarnir (33, 17 og 16)...

..fórum í bæinn að versla. Skemmtilegt að segja frá því að við fengum föt á okkur öll í sömu búð, mamma gamla reyndar líka (55). Einar tölti á undan niður í bæ og svo vorum við samferða heim. Pizza hlaut flest atkvæði í kvöldmatarkjörinu í dag og svo við fórum aftur á karókípizzastaðinn þar sem ungfrú Brighton 1967 afgreiðir á barnum. Ég skil ekki orð af því sem hún segir og hún neitar að tala ensku við mig. "Thútthó behne?" "Vholethe chantharei neill kareókhei? Nohn dóvethe esshere tímithi!" Skelfileg. Svo löbbuðum við á hverfishátíðina sem er í fullum gangi öll kvöld á sumrin. Þangað safnast bæjarbúar og skella sér á trampólínið á meðan börnin eru geymd í hoppikastala, drekka bjór, borða ís, fylgjast með blakliði hverfisins leika listir sínar og prútta um handgerða skartgripi. Hverfishljómsveitin leikur fyrir dansi og sumir fá sér að borða. Allt voða kósí og huggulegt. Á leiðinni heim reykspólaði ég í brekkunni á rútunni og Jón fékk hjartaáfall úr hlátri en dó því miður ekki. Á morgun er planið að renna til Siena á markað, hitta Lamba og Fjömmu og tjilla.

1 Comments:

Blogger Gummi said...

hí hí hí hí

6:28 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home