sunnudagur, júní 18, 2006

Góð á kortinu

Soldið vandræðalegt. Einhverjir minnast þess mögulega að á laugardaginn var ætlunin að fara á markaðinn í Siena. Þetta er sögufrægur markaður, ferðast á milli borga í héraðinu; fyrstu helgina er hann í Arezzo, aðra í Pisa og þá þriðju í Siena. Nooooooot! Þriðju helgi í mánuði er markaðurinn nefnilega haldinn í Lucca. Það fattaði túrgædinn þegar hersinginn var komin, alls ekki átakalaust, til Siena. Það er þetta með að lesa á kortin, sjáiðið, ég er að pæla í að venja mig að lesa túristatextana aðeins betur. Sem beur fer höfðu Lambi og Fjamma misskilið daginn rétt og hittu okkur á dómkirkjutorginu í Siena. Við vörðum 3 indælum klukkustundum með þeim og borðuðum svo með grúppunni á besta matsölustað sem ég hef komið á í Toskana. Mamma mia! Enda sagði vertinn lítllátur þegar ég þakkaði honum fyrir mig og hrósaði staðnum í hástert, að þeir væru sammála mér, þessir þarna á New York Times. Sem sagt, þið sem eigið leið um Siena skuluð spisa á La Torre, rétt hjá hinu stórglæsilega Piazza di Campo. Í dag, sunnudag var ákveðið að ákveða ekki neitt, við litla fjölskyldan og mamma fórum í ferðalag að leita að morgunmat og leiti bar árangur klukkutíma eftir að við fórum að heiman. Ekkert 10-11, Melabúðin alltaf opin í boði, hér er allt lokað á sunnudögum. Veit ekki hvað við gerum á morgun. Það verður vafalaust eitthvað mjög flókið og pródúserað, eins og að færa bekkina við sundlaugina í skjól yfir miðjan daginn.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Tinna! Á ekki að setja neinar myndir inn á bloggsíðuna? Mig langar að sjá myndir af þér í rauðröndóttu buxunum með öll bitin, Jóa spóa bjútí með brúnkuna og glókollinn, Einari, mömmu þinni og öllum hinum!

1:02 f.h.  
Blogger Tinna said...

Svo óheppilega vildi til að snúrar sem sér um þetta verkefni varð eftir á Íslandi. Soldið vandræðalegt.

12:55 f.h.  
Blogger AM said...

Hvernig er það? Ertu ekkert að fá þér gelato?

5:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hó!

Vorum að koma frá Suður Afríku og auðvitað var fyrsta verk að skoða bloggið og eins og við var að búast er þetta bara gleði að lesa þetta - en djöfull getið þið verið klikkuð :) ... sem kemur ekki á óvart svosem! en ég held að það toppi ekkert manninn sem pantaði ferð í október og fattaði í júní að hann hafði ekki nógan tíma til að undirbúa sig :)

En gott ráð fyrir þig!

Flugnabitið - ég lærði það í henni afríku að maður á að drekka gin í tónik - það fælir flugurnar - allavega tónikið en þar sem þú virðist vera orðin ansi dugleg í drykkjunum þá ættir þú að taka "tvennuna" til að fæla flugurnar.

Kærar kveðjur frá hommunum á seltjarnarnesinu til ykkar allra

já og jóhann ef þú ert að lesa þetta - hvernig væri að prufa aftur eitthvað af trixunum sem ég kenndi þér til að nota á hana mömmu þína... eins og að fela þig bakvið klósetthurðina og bíða... það hressir hana alltaf :)

9:43 e.h.  
Blogger Tinna said...

Grmmphfhmmpmþ....

8:24 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home