miðvikudagur, júní 14, 2006

Francesco, Theresa, Stefano og Anna

Ég átti alltaf eftir að segja ykkur frá húsinu og aðstæðum hérna í himnaríki. Sko. Þetta er greinilega einhver fjölskyldubisness og ættaróðal því hér búa bræðurnir Francesco og Stefano ásamt sænskri kærustu þess fyrrnefnda, henni Önnu. Mamma strákanna tTheresa, og "maðurinn hennar" eins og Francesco kallaði hann búa hér líka. Húsið stendur á talsverðri landspildu í hæðunum fyrir ofan Flórens; það er 5-10 mín. labb niður á aðalgötuna í hverfinu sem er ekkert sérstaklega spennandi úthverfi. Þaðan er svo 5-10 mín strætóferð í bæðinn eða 15-150000 mín bílferð (sjá kaflann um ökumenningu Ítala). Á landareigninni ræktar litla fjölskyldan ólífur og býr til ólífuolíu. Stefano virðist vinna við það og móðir Teresa sér um að þvo handklæði og gera huggulegt. Francesco hjálpar auðvitað líka til en vinnur jafnframt á veitingastað niðri í bæ. Anna hin sænska er stúdent við Siena háskóla. Í húsinu eru þrjár íbúðir í útleigu; aðrar tvær þar sem Stefano og mamma búa og svo lítið hús á lóðinni þar sem ungu hjónin halda til. Hér eru fjórir riiiiisastórir, loðnir og skítugir hundar, ósköp vinalegir og svo er ung meri sem sprangar um lóðina. Í 50 m fjarlægð er hin huggulegasta sundlaug með útsýni yfir Flórens og það er alltaf sól á hinum samliggjandi veröndum íbúðanna tveggja sem við leigjum. Innréttingar eru látlausar, vel hirtar og smekklegar. Þetta er eins og best verður á kosið. Það er svo mikið að gera hjá mér við að gera ekki neitt að ég verð að skrifa það hjá mér að taka myndir til að sýna ykkur. Þangað til getið þið kíkt á www.castelloapartments.com. Já, og í dag versluðum við í matinn. Ég var útkeyrð og varð að fá mér púrtvín til að slaka á. Og ég man glögglega af hverju ég hætti að drekka; a) hausverkur, b)skemmtilegheit. Þ.e. ég fæ hausverk við að opna flöskuna og ég er miklu skemmtilegri edrú. Ég kann eiginlega ekki við mig in gleis (í glasi) og þolið er náttúrulega hrikalega lélegt. Það er vissulega afskaplega huggulegt að fá sér sopa og sopa en ég stórefast um að framhald verði á drykkjunni eftir að heim verður komið.

10 Comments:

Blogger AM said...

Þetta er bara eins og Melrose Place. Gott efni í sápu.

8:55 f.h.  
Blogger Gummi said...

The plot thickens þegar við komumst að því að Francesco er halda framhjá með merinni!

9:42 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

"Kaffi kann að vinna gegn eituráhrifum áfengis á lifrina og draga úr hættunni á skorpulifur, að því er vísindamenn í Kaliforníu greina frá."
mbl.is

1:55 e.h.  
Blogger AM said...

Og merin er í raun tvíburasystir Önnu hinnar sænsku í dulargervi en Anna og allir hinir halda að hún liggi í dái heima í Jönköbing.

2:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hún gæti heitið "Horsin' around" eða "Handagangur í hesthúsinu".

2:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Tinna ég er með er ekki alveg í rónni með þig þarna ertu bara alltaf full ??

7fn

2:15 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Flaskan mín fríð
flaskan mín fríð
fer þér ekki bráðum að ljúka
mér leiðist það game
nú langar mig heim

12:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Er syndin laun dyggðarinnar?

12:32 f.h.  
Blogger Tinna said...

Lesendur athugið:
Það er ekki skylda að vera fullur við kommentin.
Höfundur

1:28 f.h.  
Blogger Gummi said...

Men det er en fordel.

10:01 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home