miðvikudagur, júní 28, 2006

Jón er farinn heim

Jæja, þá er meirihluti hópsins floginn á vit rigningar og bjartra sumarnátta. Við átum kveðjupizzur þeim til samlætis í mollinu - eini staðurinn sem var opinn svona snemma! Þetta er soldið skrítið - frændsystkinin hafa rifist með nokkurra mínútna millibili alla vikuna, og sæst dramatískt inn á milli, en ungfrúin var ekki fyrr farin en erfðaprinsinn fór að tala um að nú vantaði eitthvað... Er samt nokkuð ánægður með athyglina og valdi að fara að skoða Uffici og fornar slóðir Medicianna frekar en fara í vatnsrennibrautagarð í næsta þorpi. Svo ræddum við svolitla stund um hvort við teldum möguleika á að fá Medici-þættina frá BBC á spólu. Eitthvað virðist vera að heppnast hjá okkur í uppeldinu. Og ef einhver veit hvar nálgast má þættina má senda Jóhanni línu. Annars gróf Edda upp smá inside information um hamingjusömu fjölskylduna sem hýsi okkur. Ættfaðirinn (eiginmaður Theresu og pabbi Stefanos og Francescos) var frægur mótorhjólakappi frá Flórens. Hann efnaðist á að keppa í kappakstri og keypti villurnar, í niðurníðslu, fyrir einhverjum árum. Svo lenti hann í slysi, mótorhjóla-, auðvitað, og lá milli heims og helju í einhvern tíma. Á endanum dó hann og þá fór mamman að slá sér upp með lækninum sem hafði unnið hvað ötulast í að tjasla honum saman. Nú eru þau gift og Francesco kallar hann "eiginmann móður minnar". Þannig var nú það. Orri fékk sér göngutúr niður að sundlaug í gærkvöldi og kom að hundunum, öllum fjórum, að fá sér vatnssopa úr lauginni. Ég efast um að þeir hiki við að skella sér í laugina þegar þeir eru í stuði. Þess vegna langar mig að fara í vatnsrennibrautagarð... Á föstudaginn ætlum við svo að skreppa til Garda, að hitta Lamba og Fjömmu, og vera með þeim þar fram á mánudag. Þá er aldrei að vita nema Max sjái sér fært að hitta okkur í Genúa á leiðinni til baka. Sjáum til.

7 Comments:

Blogger AM said...

Ég vissi að það væri einhver sápa þarna.

8:37 f.h.  
Blogger Tinna said...

Áttu við gamla manninn og ungu konuna sem ala einkason sinn upp til að verða menningarviti frekar en fótboltamaður, eins og draumar hans standa til?

9:21 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta eru sorgleg örlög drengsins, spólur frá BBC hvert er heimurinn að fara?

9:48 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

kjúaralaus frá fjórða til ellefta (og 24 til 30 reyndar).
Hvenær er ETA?

10:52 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

,,Sápa" var einmitt orðið sem ég notaði þegar ég heyrði söguna hr. Ofurþýðandi. Efast þó um að heilaskurðlæknirinn, ,,eiginmaður móður minnar", hafi nokkuð haft með dauða mótorhjólakappans og spennufíkilsins Domino að gera?!

Hmmm... eða hvað...?

11:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Tiny!

Var lengi að fatta þennan brandara með ,,Jón er farinn heim"... en náði honum núna... 7 mínútum seinna... hahahahahaha.

Þurfti bara hálfan Tollinn til... á 7 mínútum.

,,Ég er hýr og ég er..." Bíddu, bíddu, bíddu... Ert'að segj'ég sé hommi?

11:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Valtyr var ad enda vid ad horfa a heimildarthatt fra BBC um Pompei og gosid i Vesuviusi. Yrdi haestanaegdur ad horfa a Medici aettina med Joa naest thegar thu bydur okkur i mat.
Kannski hefur eitthvad verid i vatninu tharna a Skolavorduholtinu i lok ars 1997 og i byrjun 1998.... !

11:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home