þriðjudagur, júní 13, 2006

Ræs! Það er örugglega komið hádegi

Þetta er afskaplega ljúft líf, það verður ekki annað sagt. Við vöknum á morgnana (11-13), fáum okkur að borða, berum sólarvörn á krakkana og drekkum smá kaffi. Þegar búið að ganga frá eftir matinn er kominn tími til að skipuleggja hvar á að borða í kvöldmat og undirbúa brottför, smala krökkunum úr lauginni og reyna að muna hverju maður er að gleyma. Sem oftast er ekkert..! Á laugardag fórum við í bíltúr um Toskana, við erum á 9 manna bíl sem stundum fyllir alveg upp í vegina. Rosa gott að keyra hann en samt ekki alveg sá hentugasti til að vera á inni í borgum, þar sem akreinarnar eru iðulega þrjár en bílaraðirnar fimm og svo 10 vespur fyrir hvern bíl og merkingar svona soldið eftir minni þess sem var á vakt í áhaldahúsinu þegar þær voru hengdar upp. Nema hvað, við fórum til San Gimingnano, sem er einn best varðveitti miðaldabær í heimi. Af turnunum 76 sem reistir voru á 14. öld eru 14 eftir, hver öðrum glæsilegri. Svo keyrðum við sem leið lá í virkið Monteriggione þar sem Edda performeraði um árið með Sv&syk. Þangað var frábært að koma; við borðuðum frábæran mat og skemmtum okkur konunglega. Sunnudagurinn var tóm sæla, sulluðum í lauginni, borðuðum heima og fórum snemma að sofa enda ævintýri í vændum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home