föstudagur, júní 09, 2006

Timburmenn

Við erum semsagt lent. Börnin eru aðallega í lauginni og við hin reynum að vera gáfuleg á milli glasa. Djók, hér eru allir mjög ákveðnir í að njóta frísins og slaka á og það gengur svona prýðilega. Ég er á góðri leið að ná mér niður (svo stressandi að gera ekkert, sjáið til) en það er nú reyndar á mörkunum að ég nenni þessu bloggi... Skýtur ekki soldið skökku við að blogga af skyldurækni? Gagnvart vinum sem efndu til innbyrðis samkeppni um hver drullar mest yfir bloggarann? Er furða að maður sé þreyttur? Annars er bara svo mikið að gera við að vera í fríi að ég má bara ekki vera að þessu röfli fyrr en í rúmið er komið og þá er ég náttlega svo uppgefin að ég skrifa bara típrósent af því sem á daginn dreif. Og soldið full. Nei, nei, þetta er allt í hófi; eitt r-glas með pizzunni og sítrónulíkjör úti á verönd fyrir svefninn; alkóhólismi í algjöru lágmarki, meira svona alkóhólasni. Nema hvað; eftir tíðindalaust flug að mestu þar sem spænsk, íslenskumælandi flugfreyja, skemmti okkur með þvílíkum dónaskap að netsíðan hjá Icelandair fellur í skuggann sem dæmi um ... skrítna þjónustu, lentum við heilu og höldnu á Bologna flugvelli. Kom í ljós að við þekktum helminginn af farþegunum og skiptumst á upplýsingum á meðan beðið var eftir töskunum. Sem skiluðu sér allar um síðir. Sóttum bílana og brunuðum af stað, villtumst smá en fundum húsið auðvitað að lokum með hjálp hins syfjaða Francesco sem rekur staðinn ásamt Önnu sinni og Stefano bróður sínum. Teresa hjálpar þeim soldið og svo eru fjórir varðhundar sem ryðjast reglulega gegnum runnana og slefa á skallann á Jóni. Íbúðirnar eru æðislegar, veröndin sömuleiðis, sundlaugin frábær og allt eins og best verður á kosið. Og ekki er félagsskapurinn af verri endanum. Fyrir utan Einar. Hann er ekki með! Kom nefnilega í ljós á síðustu stundu að fyrirvarinn var of skammur til að hann gæti komist frá í svona langan tíma (ferðin var n.b. keypt í október!) svo hann kemur samferða mömmu með næstu vél. Hér er ekkert agenda annað en hafa það gott og enn sem komið er virðist allt samkvæmt áætlun. Á morgun e planið að keyra um sveitirnar og heimsækja San Gimingiano. Og svo koma sundlaugagarðarnir sterkir inn þegar hvíta íslenska skinnið hefur myndað smá vörn gegn sólinni. Af Jóhanni er það helst að frétta að honum finnst hverri mínútu sem varið er annars staðar í lauginni illa ráðstafað. P.s. ég er ekkert alltaf full.

9 Comments:

Blogger AM said...

Er þetta bara alveg eins og á myndinni?

6:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég vildi að ég væri með þér, full, á Ítalíu. Var að setja litla skrækjandi mús í plastpoka og þarf nauðsynlega drykk. Hún horfði svo sorgmædd á mig þar sem hún lá í límgildrunni rétt búin að narta í salamibitann sinn.

4:11 f.h.  
Blogger Gummi said...

Ég kann að meta fólk sem verður eins þunnt og ég.
Ég kann að meta þig.

1:51 e.h.  
Blogger AM said...

Hét hún nokkuð Heiða?

3:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Í San Gimingiano er framleitt sjúklega gott hvítvín. Þú þarft endilega að kippa með þér flösku. Ég gauka þessu að þér fyrst þú ert dottin í´ða aftur :-)

6:27 e.h.  
Blogger Gummi said...

Var hún einhvern tímann edrú?

8:08 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

..hva.. ekkert púrtvín í þessari ferð? Hélt að púrtvín tilheyrði á Ítalíu! Kannski var það bara 'in' í Genúa á sínum tíma. Bið kærlega að heilsa Spóa og Einari þegar hann skilar sér!

3:20 f.h.  
Blogger Tinna said...

Gott að heyra hvað allir hafa miklar áhyggjur af þurrkinum...

Arnar:
Næstum því.

Þórdís:
Þið mæðgur eruð velkomnar, hér fæst fínt salamí.

Helga:
Rafmagnið kláraðist á ögurstundu - er að sjá þetta núna. Hlýtur að fást í Flórens!

Ásta:
Góð hugmynd! Sítrónugrappað er búið og búðarferð framundan.

Gummi:
Þegiðu (eða ég fer að grenja).

Jón Haukur:
Látt'ekkieinsogðúsértikkiðaddna, ég séðigvel.

11:52 e.h.  
Blogger Gummi said...

Sorry mamma.

9:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home