þriðjudagur, júní 13, 2006

Vafasöm valdaskipting

Valdaskiptin í íslensku ráðuneytunum er ekki það eina dúbíus í þessum heimi. Moskítóflugurnar hafa í samráði við stíflaða sínusa ákveðið að taka yfir líf mitt. Þeir sem þekkja til vita að persónulegt moskítóbitafjöldamet var sett haustið 1995 í Genúa - þá náði ég mér í 82 bit, vessgú. Ég segi ekki að þetta sé svona slæmt núna, en það er klárlega kominn tími til að fá sér moskítóstikk eða eitthvað. Og sínusarnir fá sko fyrir ferðina þegar heim er komið. "Nei, fokk" segir Jóhann, "ég drap eina að verki." Hann verður skáld. Anzi, hann ER skáld.

3 Comments:

Blogger Gummi said...

Þær eru líka byrjaðar að ráðast á mig hérna. Frétti einhvers staðar að ég ætti að borða appelsínur til að losna við þetta, getur einhver staðfest það?

9:11 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

B-vítamín virkar best hjá mér
þ

10:19 e.h.  
Blogger Tinna said...

Maður þarf senst að kunna stafrófið.

12:09 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home