miðvikudagur, maí 31, 2006

Efnileg í html, þökk sé kanadíska blístraranum

Tilraunir mínar til að gera bloggið læsilegra og huggulegra hafa miskunnarlaust verið hafðar að háði og spotti. Þrátt fyrir það tókst mér, nánast tölvublindri manneskjunni, að breyta letrinu og stærð þess og er í þann veginn að fara að vinda mér í stóra línubilsmálið. Andlegt jafnvægi mitt í augnablikinu rek ég beint til þess að hafa vaknað við Rás 1 og hlustað á hana í allan morgun. Mæli eindregið með Pipar og salt á miðvikudagsmorgnum á milli 10 og 11 á Rás 1. Enginn Gilzenegger þar á ferð, bara Whittaker og sambærilegir klassíkerar. Sem minnir mig á að ég verð að muna að skilja "Best of Roger Whittaker" eftir í geislaspilaranum fyrir Orra Jóns. þegar hann kemur...

þriðjudagur, maí 30, 2006

Alltaf að læra

Smá tilraun. Þetta var einu sinni "enter". Þetta var tvisvar "enter". Þetta var þrisvar "enter". Það verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út. Ofurbloggari 1 og 2: vinsamlegast upplýsið mig um hvar maður breytir letrinu á síðunni?

mánudagur, maí 29, 2006

Sko.

Smá skýring, eða ætti ég að kalla það "þýðing" á ástandinu. Ofurþýðandinn kom með þá skemmtilegu hugmynd að við hjónaleysin blogguðum á meðan á Ítalíudvölinni stendur; hann segist aldrei hafa lesið skemmtilegra blogg en okkar (svo) frá því að við fórum hringinn (tinnaogeinarfarahringinn.blogspot.com). Ég get, eins og gefur að skilja, svo sem lítið tjáð mig um það (hóst, hóst) en tek áskoruninni með uppgerðar lítillæti. Svo á hann eftir að sakna okkar svo undurheitt að hann vonast til að bloggið lini þjáningarnar. Sjáum til með það... Enn eru nokkrir dagar í brottför sem verða nýttir til þess að reyna að gleyma ekki neinu sem nauðsynlegt er að hafa með sér og klára að gera það sem þarf að gera áður en lagt verður í hann. (Það eru svona setningar sem gera fólk að oddvitum hjá framsóknarflokknum. Það, og að tegundin er í útrýmingarhættu, sbr. Ómar í Kópavogi. Fátt um fína drætti þar á bæ. Muohohohohohohoh!) Testing, testing, einn, tveir, einn, tveir. Er ég of önug, Arnar?

Jæja...

Bara að prófa...