miðvikudagur, maí 31, 2006

Efnileg í html, þökk sé kanadíska blístraranum

Tilraunir mínar til að gera bloggið læsilegra og huggulegra hafa miskunnarlaust verið hafðar að háði og spotti. Þrátt fyrir það tókst mér, nánast tölvublindri manneskjunni, að breyta letrinu og stærð þess og er í þann veginn að fara að vinda mér í stóra línubilsmálið. Andlegt jafnvægi mitt í augnablikinu rek ég beint til þess að hafa vaknað við Rás 1 og hlustað á hana í allan morgun. Mæli eindregið með Pipar og salt á miðvikudagsmorgnum á milli 10 og 11 á Rás 1. Enginn Gilzenegger þar á ferð, bara Whittaker og sambærilegir klassíkerar. Sem minnir mig á að ég verð að muna að skilja "Best of Roger Whittaker" eftir í geislaspilaranum fyrir Orra Jóns. þegar hann kemur...

5 Comments:

Blogger AM said...

Þetta eru mjög fínar breytingar.

1:44 e.h.  
Blogger Gummi said...

Hvurslags eiginlega er þetta? Það er varla hægt að lesa þetta helvíti! Línubilið hérna er alveg út í hött! Kem ekki aftur hingað fyrr en það er búið að laga þetta!!

8:53 e.h.  
Blogger AM said...

Sá grunur læðist að manni að hér sé Gummi að vitna í eitthvað, þ.e.a.s að einhver subtext sé þarna sem innvígðir skilja og kannski þeir sem voru við ganginn.

9:33 e.h.  
Blogger Tinna said...

Ég heppin að hafa þýðanda á blogginu mínu, ha!

12:59 e.h.  
Blogger AM said...

Hvernig væri nú að fara að skrifa eitthvað? Verður þetta svona? Ætlarðu bara að vera í sólbaði við sundlaugina þarna úti?

10:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home