mánudagur, maí 29, 2006

Sko.

Smá skýring, eða ætti ég að kalla það "þýðing" á ástandinu. Ofurþýðandinn kom með þá skemmtilegu hugmynd að við hjónaleysin blogguðum á meðan á Ítalíudvölinni stendur; hann segist aldrei hafa lesið skemmtilegra blogg en okkar (svo) frá því að við fórum hringinn (tinnaogeinarfarahringinn.blogspot.com). Ég get, eins og gefur að skilja, svo sem lítið tjáð mig um það (hóst, hóst) en tek áskoruninni með uppgerðar lítillæti. Svo á hann eftir að sakna okkar svo undurheitt að hann vonast til að bloggið lini þjáningarnar. Sjáum til með það... Enn eru nokkrir dagar í brottför sem verða nýttir til þess að reyna að gleyma ekki neinu sem nauðsynlegt er að hafa með sér og klára að gera það sem þarf að gera áður en lagt verður í hann. (Það eru svona setningar sem gera fólk að oddvitum hjá framsóknarflokknum. Það, og að tegundin er í útrýmingarhættu, sbr. Ómar í Kópavogi. Fátt um fína drætti þar á bæ. Muohohohohohohoh!) Testing, testing, einn, tveir, einn, tveir. Er ég of önug, Arnar?

7 Comments:

Blogger Tinna said...

Af hverju koma ekki línubil?

6:14 e.h.  
Blogger AM said...

Fyrst vil ég byrja á því að óska þér til hamingju með fyrstu færsluna og fyrsta kommentið og vona að þú og aðrir hafi einhverja skemmtun og jafnvel fróðleik upp úr krafsinu.

Önug? Við hæfi. Línubil? Tvö return (held ég).

6:21 e.h.  
Blogger AM said...

Og þetta með linkana er algjörlega í molum.

6:24 e.h.  
Blogger Tinna said...

Þetta er allt í andskotans steik. Ég get ekki virkjað tenginguna við Gumma og þín tenging birtist ekki einu sinni. Nú ætla ég að leggja mig og gá hvort húmorinn verður skárri seinna. Grmpfhpppfffmkgmk.

6:25 e.h.  
Blogger Gummi said...

ahahaha, það á ekki að vera punktur á eftir gudmundur og heldur ekki á eftir magnus :D

2:22 e.h.  
Blogger Tinna said...

Hlæðu bara hálfvitinn þinn, ég er búin að græja þetta. Þurfti bara að ýta á stopp takkann á meðan ég losaði snúruna, sjáðu...

3:49 e.h.  
Blogger Gummi said...

túsjay

5:46 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home