sunnudagur, júní 04, 2006

Helvítis, andskotans, djöfulsins sínusar

Ég er að drepast úr kvefi. Sjö tíma dvöl í ímynduðu sumri á Bónusmóti 7. fl. karla í fótbolta hefur kannski eitthvað með það að gera, heilsan skánaði að minnsta kosti ekki og nú eru þetta að verða 2 vikur. Í þriðja sinn á 3 mánuðum. Svo sé ég á veðurvefjum að hitinn í Toskana er ekkert til að hrópa húrra fyrir heldur, svipuð ímyndun í gangi þar. Enn styttist í förina og geri nákvæmlega ekki neitt til að undirbúa mig. Verð líklega á þönum á brottfarardag ferlega pirruð yfir því að hafa ekki gert meira, til dæmis í dag. Sauð þó hafragraut í hádegismat fyrir erfðaprinsinn og félaga og steikti svo pönnukökur ofan í þá í middagskaffi. Ef einhver vill draga þá að landi eru nokkrar eftir. Verð að fara að snýta mér.

18 Comments:

Blogger Tinna said...

Takið sérstaklega eftir líubilunum.

6:45 e.h.  
Blogger Tinna said...

Línubilunum.

6:45 e.h.  
Blogger AM said...

William Burroughs sagði, milli þess sem hann fékk sér heróínsprautur, að lækning á kvefi fælist í einhverjum milligrömmum af C-vítamíni. En núðlu-og kjúklingasúpa með chili hefur alltaf farið best í mig. Glæsileg línubil. Ef það eru einhverjar línubilanir geturðu hringt í Símann.

6:58 e.h.  
Blogger AM said...

Sorrí.

6:58 e.h.  
Blogger Gummi said...

Kvef læknast einungis með nægilegri sjálfsvorkun, miklu athafnaleysi og ákveðið mikið tölvuleikjaspil.

Þessi var svo slæmur hjá þér Arnar að hann fór alveg í hring!

10:34 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

bara til að fá smá varíasjón í kommentin og til að kvitta fyrir heimsóknina á bloggið segi ég hæ og bæ. Láttu þér batna kvefið Tinna beib. Hlakka til að fylgjast með ykkur.
Þ
..það er nú vekefni fyrir þýðanda að íslenska þennan auma texta minn

8:54 e.h.  
Blogger Tinna said...

Takk fyrir að láta vita af þér, kæra vinkona. Ég varð fyrir því (ó)láni að tveir vina minna fóru í keppni um hvorum tekst að slá hinn út í dissi í minn garð og svo virðist sem enginn annar þori að kommentera. Eða kannski er enginn að lesa. Jú, ég veit reyndar að Jón Haukur kíkir stundum, hann kann bara ekki að skrifa svo það er ekki von á miklu úr þeirri átt.
Muohohohohohoh, kastaníu-hvað?

11:20 e.h.  
Blogger Tinna said...

Og Gummi: ég hef ekki gert neitt annað en vorkenna mér frá því í febrúar. Virkar ekki.

11:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

heyrðu tinna, mikið var þetta fallega hugsað af þér, þetta með roger whittaker, en vonandi þýðir það ekki að þú hafir tekið með þér richard kleiderman safnið? en kenny g? hvað með joe cocker? mér þætti gott að geta gengið að þeim vísum.

12:10 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

heyrðu, ég vissi ekki af þessari diss keppni. hvað er í vinning og hver eru keppinautin?

12:13 f.h.  
Blogger Gummi said...

Mö.

9:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Talandi um viðbjóðslega lélegan brandara Gummi... sæll!

Haldiði svo áfram að harrasera Tiny the Templar. Það bara herðir hana.

4:59 e.h.  
Blogger Gummi said...

Ég er ekki þekktur fyrir neitt annað og verða að vera samkvæmur sjálfum mér.

9:08 f.h.  
Blogger Tinna said...

Tiny the Templar breyttist í tónik og tjútt á Ítalíu! Jíha!

12:23 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Me and ozzy fucked more difficult, trying to show to my god!
FUCK YES!' just before cumming inside my warm pussy. were still fucking

Here is my web blog: hcg injections

5:24 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

I always emailed this weblog post page to all my friends, because if
like to read it then my links will too.

Here is my webpage ... ketone

4:10 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Τhiѕ sіte was... how do I say іt?
Rеlevant!! Finally ӏ havе found something thаt helpеd mе.
Appreciate it!

Fеel freе to visit my web pagе ... hcg lean 2000

8:12 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

pet insurance for dogs You just have to know what kind of coverage you would like to be in your plan so you can choose an appropriate insurance for your pet. Constantly review your health insurance expectations for the following enrollment time period as being the wide open-sign up time nears.

8:17 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home