Guð hlýtur að vera til
Mér finnst eins og liðnir séu margir mánuðir frá síðustu færslu, enda hefur ýmislegt á daga mína drifið frá því á sunnudag. Ástand sínusanna þó svipað. Ef guð sé til þá helvítis hann. Nema hvað. Ég dó næstum því á hjólinu í fyrradag. Hjálmurinn bjargaði gleraugunum og því sem eftir var af heilasellum en húðin af vinstri hlið líkama míns varð eftir á stíg við Kjarvalsstaði. Til að gera langa sögu stutta þá var ég í kappi við Jóhann og þegar ég kemst á hjól og skíði þá breytist ég úr skynsamri og ábyrgri móður í áhættuleikara í sjálfboðavinnu. Trúið mér - hjálmurinn gegnir einungis pedagógískum tilgangi. En þetta er ekki ástæðan fyrir því að ég held að guð hljóti að vera til. Og nú þyrfti ég að kunna á línubilin því næsta málsgrein fjallar ekki um áhættuhjólatúr. Senst, tvist í frásögninni. Þar sem þeirrar þekkingar hefur enn ekki verið aflað verðið þið að bíða eftir að af mér renni. Framhald í næstu viku. Djók. Kannski á morgun. Skál! P.s. (hér hefði líka verið svakalega huggulegt að hafa línubil) Mikið er gaman að fá allar þessar fallegu kveðjur frá fíflunum vinum mínum. Já, og Klæderman fékk að koma með mér, en ég skildi eitís diskinn og Best of Billy Joel eftir fyrir þig, Orri minn. Hikk.
6 Comments:
Jón og Gunna... í alvöru?
Tinna til Ítalíu fór
og fagnaðar mikill var kór
hún var á því róli
að hún datt á hjóli
en stóð upp og bað um annan bjór
Mikið af víni í sig hellti
og á viðstadda hún gelti
að læknisráði
rauðvín hún þáði
enda þjáist hún af helti
Hikk? Ha? Er guð virkilega til?
Hefur Tiny the Templar misst orðuna sína?
Tinna mín, það þýðir ekkert að vera áfengisdauð allan daginn. Þú verður nú að blogga líka í þynnkunni.
Skrifa ummæli
<< Home